• Vögguvísa (lag)

 • 0 kr

 • ← Fyrri vara Næsta vara →
 • Kilja  |  ePub  |  Mobi  |  Hljóðbók

  Í Vögguvísu eftir Elías Mar er lagið Chi-baba, Chi-baba (My Bambino go to Sleep) fyrirferðamikið. Þetta er lag sem persónur sögunnar „blístra að morgni dags og dansa eftir á kvöldin“ eins og segir á einum stað í sögunni. Lagið var vinsælt þegar Elías hóf að skrifa Vögguvísu árið 1947, þá í útgáfu Perry Como. Lesstofan hefur nú tekið lagið upp í nýrri útgáfu og með íslenskum texta eftir Jóhann Axel Andersen. Upptökur fóru fram í Stúdíó Ógæfu dagana 15. - 17. ágúst 2012; Hafsteinn Már Sigurðsson sá um upptökur og  Finnur Hákonarson masteringu.

  Söngur: Fríða Dís Guðmundsdóttir
  Bassi: Smári „klári“ Guðmundsson
  Gítar: Baldur Tryggvason
  Trommur: Þorvaldur Halldórsson
  Píanó: Stefán Gunnlaugsson
  Básúna: Valdimar Guðmundsson
  Klarinett: Grímur Helgason

  Bakraddir: Hafsteinn Már Sigurðsson, Jóhann Axel Andersen, Svavar Steinarr Guðmundsson og Þorsteinn Surmeli  Texti:

  Chi-baba
  Chi-baba

  Einu sinni í litlum bæ, Sorrento
  var sungin vísa með fagran hljóm.
  Þegar börnin urðu sybbin í Sorrento
  var ljúft að sofna við mömmuróm:

  Chi-baba, Chi-baba, chiwava,
  Enjalawa cookala goomba.
  Chi-baba, Chi-baba, chiwawa,
  ó Bambínó, sofðu rótt.

  Chi-baba, Chi-baba, chiwava,
  Enjalawa cookala goomba.
  Chi-baba, Chi-baba, chiwawa,
  ó Bambínó, sofðu rótt.

  Stjörnufesting blikar skært, himnarnir loka brá.
  Bangsi litli þarf að hvíla sig.
  Leggðu aftur augun smá, mamma þér situr hjá
  og syngur vögguvísu fyrir þig.

  Chi-baba, Chi-baba, chiwava,
  Enjalawa cookala goomba.
  Chi-baba, Chi-baba, chiwawa,
  ó Bambínó, sofðu rótt.

  Stjörnufesting blikar skært, himnarnir loka brá.
  Bangsi litli þarf að hvíla sig.
  Leggðu aftur augun smá, mamma þér situr hjá
  og syngur vögguvísu fyrir þig.

  Chi-baba, Chi-baba, chiwava,
  Enjalawa cookala goomba.
  Chi-baba, Chi-baba, chiwawa,
  ó Bambínó, sofðu rótt.

  Chi-baba

  Enjalawa

  Chi-baba

  Bambínó bambínó

  Chi-baba

  Cookala goomba

  Chi-baba, chi-baba, chi-baba, chi-baba, chi-baba, chi-baba, chi-babaaaa

Deila vöru: