• Ferðin til stjarnanna

  er farin í prentun! Bókinni verður dreift í búðir í byrjun desember. Hér er hægt að lesa brot úr sögunni.

  Lesa meira →
 • Lestrarhátíð lokið

  Í síðustu viku var lestrarhátíð slitið með formlegum hætti. Bókmenntaborgin bauð þá þeim sem að hátíðinni komu - t.d. Lesstofunni, eBókum, Borgarbókasafninu, fagstjórum grunnskóla o.fl. - að skála með sér í Grófarsal Borgarbókasafnsins. Sjón, formaður bókmenntaborgarinnar, hélt stutta ræðu þar sem hann lýsti yfir ánægju sinni með hátíðina. Í lokin söng og spilaði Fríða Dís nokkur lög og fyrir síðasta lagið kallaði hún Svingpjattana (áður þekktir sem Lesstofukórinn) á svið við mikinn fögnuð gesta. Líklega voru þetta síðustu tónleikar Svingpjattanna, en þeir sem hafa áhuga á að fá þá til að syngja í einhvers konar samkomu geta haft samband við...

  Lesa meira →
 • Lesstofan fær stafræna sögu að gjöf

  Í gær var málþingið Svingpjattar og vampírfés haldið á Landsbókasafni - Háskólabókasafni. Þar voru fluttir fyrirlestrar sem tengjast Vögguvísu eða höfundi hennar, Elíasi Mar, með einum eða öðrum hætti (sjá dagskrá í síðustu frétt). Síðasti „fyrirlesturinn“ vakti sérstaka athygli en þar frumflutti Sólveig Ólafsdóttir stafræna sögu um mat og svengd í Vögguvísu. Handritið er unnið upp úr texta sögunnar en í henni eru veigar af ýmsu tagi fyrirferðamiklar, og þá sérstaklega í fljótandi formi. Að frumflutningi loknum færði Sólveig, fyrir hönd ReykjavíkurAkademíunnar, Lesstofunni þessa einstöku sögu að gjöf. Gjörið svo vel!

  Lesa meira →
 • Svingpjattar og vampírfés næstkomandi laugardag

  Næstkomandi laugardag kl. 13 verður málþing tileinkað Vögguvísu og höfundi hennar á Landsbókasafni - Háskólabókasafni. Dagskráin hefst kl. 13 og eru allir velkomnir!   Dagskrá: Þorsteinn Antonsson Ágrip um Elías Mar + Reykjavíkurþáttur E. M. --- Jón Karl Helgason „Heldurðu, að ég hafi aldrei átt móður?“ Ungur og einstæður höfundur kveður sér hljóðs  --- Svavar Steinarr Guðmundsson La bohème: Íslensk uppfærsla --- Ásta Kristín Benediktsdóttir „Þetta var að vera maður, ekki barn“ Karlmennskuævintýri Bambínós --- Tómas R. Einarsson Ámáttleg djassvein og höfðaletur í rauðviðarfjöl --- Sólveig Ólafsdóttir „Mikið skelfing varstu nú orðinn svangur, Bjössi minn“ Stafræn saga um mat í...

  Lesa meira →
 • Bókmenntaskjöldur afhjúpaður

  Í dag afhjúpaði Bókmenntaborgin Reykjavík bókmenntaskjöld tileinkuðum Elíasi Mar. Skjöldurinn stendur við Aðalstræti 6 þar sem eitt sinn var sódabarinn Adlon, oft nefndur Langibar, sem sögupersónur Vögguvísu sækja oft á þeim fjórum dögum sem sagan gerist. Einar Örn Benediktsson formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur afhjúpaði skjöldinn en eftir athöfnina leiddi Hjálmar Sveinsson hópinn sem viðstaddur var um sögusvið Vögguvísu í miðborginni. Á skildinum er, auk texta og myndar, rafrænn kóði sem veitir aðgang að ítarlegri upplýsingum um bókmenntaslóðirnar ásamt myndefni og hljóðefni. Til stendur að bókmenntamerkingar af þessu tagi verði níu talsins á árinu sem nú líður.

  Lesa meira →
 • Setning Lestrarhátíðar | Myndbönd

  Lestrarhátíð var sett síðastliðinn mánudag, 1. október. Jón Gnarr, borgarstjóri setti hátíðina, Sjón fjallaði um Vögguvísu og Elías Mar, Dóri DNA og Anna Svava spjölluðu um tungumálið og slangrið og að lokum fékk lagið Vögguvísa að hljóma í flutningi Fríðu Dísar, Arnar Eldjárns og Lesstofukórsins sem skipaður var Hafsteini Má Sigurðssyni, Þorsteini Surmeli, Arnari Fells, Svavari Steinarri og Tryggva Gunnarssyni. Fjallað var um hátíðina og setningu hennar í fjölmiðlum; kíkið á myndböndin hér að neðan! http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/01102012/lestrarhatid-i-reykjavik-sett-i-fyrsta-sinn http://www.mbl.is/frettir/sjonvarp/76085/

  Lesa meira →
 • Chi-baba, Chi-baba í nýjum búningi

     Í Vögguvísu er lagið Chi-baba, Chi-baba (My Bamb­ino go to Sleep) fyrirferðamikið. Þetta er lag sem persónur sögunn­ar „blístra að morgni dags og dansa eftir á kvöldin" eins og segir á einum stað í sögunni. Lagið var vinsælt þegar Elías hóf að skrifa Vögguvísu árið 1947, þá í útgáfu Perry Como. Lesstofan hefur nú tekið lagið upp í nýrri útgáfu og með íslenskum texta eftir Jóhann Axel Andersen. Hafsteinn Már Sigurðsson sá um upptökur sem fóru fram í Stúdíó Ógæfu dagana 15. - 17. ágúst 2012. Mastering var í höndum Finns Hákonarsonar. Söngur: Fríða Dís Guðmundsdóttir Bassi: Smári Guðmundsson...

  Lesa meira →
 • Lestrarhátíð í Reykjavík

  Í október verður haldin fyrsta Lestrarhátíðin í Bókmenntaborginni Reykjavík og verður Vögguvísa eftir Elías Mar í brennidepli, en yfirskrift hátíðarinnar er Orðið er frjálst. Fyrirmyndin að hátíðinni er fengin frá systurborgum Reykjavíkur, bókmenntaborgunum Dublin og Edinborg, þar sem tekið er fyrir bókmenntaverk nátengt sögu borgarinnar undir yfirskriftinni „One City, One Book“. Lestrarhátíðin fer þannig fram að borgarbúar á öllum aldri sameinast um að njóta þess að lesa eina tiltekna bók, ræða hana, uppgötva og vinna með út frá öllum mögulegum sjónarhornum. Í mánuðinum verða allir þeir þættir sem gera Reykjavík að bókmenntaborg virkjaðir: skólar, bókasöfn, bókaútgefendur, rithöfundar og lesendur. Við...

  Lesa meira →
 • Útgáfuhóf Vögguvísu

  Föstudaginn 7. september var útgáfu Vögguvísu fagnað í Þjóðmenningarhúsinu. Eins og sjá má á myndum frá hófinu mættu fjölmargir og nokkrir gestanna þekktu Elías persónulega, t.d. Vilborg Dagbjartsdóttir skáldkona sem hélt stutta og afar skemmtilega tölu um þeirra vinskap. Hljómsveitin Orfía lék nokkur lög og tónlist frá miðri síðustu öld fékk að óma eftir að formlegri dagskrá lauk (og sumir dönsuðu jafnvel...)   Fleiri myndir frá hófinu má sjá hér.

  Lesa meira →
 • Vögguvísa í Hörpu | Myndband

  Á Menningarnótt síðastliðinn laugardag var Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO með dagskrá í Hörpu þar sem ýmsir viðburðir voru kynntir. Þeirra á meðal var lestrarhátíðin í október þar sem Vögguvísa eftir Elías Mar verður í brennidepli. Hjálmar Sveinsson hóf dagskránna á spjalli um bókina þar sem sagan var sett í samhengi við önnur verk Elíasar og skáldsögur eftirstríðsáranna. Tryggvi Gunnarsson las einnig valda kafla úr bókinni, en hann les einmitt inn á hljóðbókarútgáfu Lesstofunnar á sögunni. Bergur Ebbi var svo með uppistand þar sem hann gantaðist og grínaðist með þau slangurorð sem Elías safnaði saman þegar hann hóf að skrifa söguna. Bergur...

  Lesa meira →