• Sorcerer's Screed í pakkann

  Grapevine birti í dag lista yfir sniðugar jólagjafir fyrir hönnuði og aðra sem vilja eiga og skoða fallega hönnun. Á listanum eru tíu vörur og er ein þeirra Sorcerer's Screed eftir Skugga en hönnun bókarinnar var í höndum Arnars Fells. Þetta ætti engum að koma á óvart enda um fallegan grip að ræða sem allir þeir sem hafa áhuga á göldrum og norrænni menningu ættu ekki að láta framhjá sér fara en ekki síður þeir sem finnst gott og gaman að skoða fallegar bækur. Ef þú ert að leita að gjöf handa hönnuðinum í fjölskyldunni geturðu lokað öllum Pinterest-borðunum því gjöfin er fundin! Hó hó hó.

  Lesa meira →
 • Sorcerer's Screed is out!

  Sorcerer's Screed: The Icelandic Book of Magic Spells is now out! This edition has cost a lot of time and effort and many people have made this publication possible. We at Lesstofan hope that the hard work will shine through and you will enjoy the most comprehensive collection of Nordic spells – and make use of the content! You can order the book here (in Icelandic - use Google Translate or any other translation service to check out).

  Lesa meira →
 • Gleðilegt nýtt ár!

  Á þessum þrettánda og síðasta degi jóla gefst tími til að setjast niður, sötra kaffi og líta yfir farinn veg. Viðtökur Galdraskræðu voru framar okkar björtustu vonum sem hlýtur að gefa til kynna að útgáfan hafi svalað þorsta Íslendinga eftir heildstæðri og fallegri galdrabók. Aðeins nokkur eintök eru eftir af upplaginu sem gleður okkur mjög enda hafa allir getað nælt sér í skræðu sem vildu. Þó að þetta verkefni sé nú að baki höfum við á engan hátt sagt skilið við norræna galdra og íslenska galdramenningu. Við munum að sjálfsögðu fylgja bókinni enn frekar eftir og halda áfram að vekja...

  Lesa meira →
 • „Galdraskræðan er fjögurra ef ekki fimm stjörnu bók“

  Í dag birtist á Pressunni ritdómur Bjarna Harðarsonar um Galdraskræðu. Og eins og má lesa hér að neðan er Bjarni ánægður með útgáfuna. „ Utangarðsskáld endurútgefið Hina nýju útgáfu Galdraskræðunnar prýðir galdrastafur sem gagnast þeim sem vilja geta lesið í myrkri. Á myndinni hér að ofan er aftur á móti galdrastafurinn Kuðungur sem er til margs gagnlegur og kann meðal annars að „forða píku kallmannafari.“ Bjarni Harðarson, rithöfundur, bóksali og fyrrverandi alþingismaður skrifar ritdóm: Galdraskræða Höfundur: Jochum Eggertsson Formáli eftir Þórarinn Eldjárn Hönnun og umbrot: Arnar Fells Gunnarsson Önnur útgáfa, aukin. Útgefandi Lesstofan, Reykjavík 2013 Harðspjalda, demybrot, 190 síður Það er ánægjulegt...

  Lesa meira →
 • Útgáfuhóf Galdraskræðu

  Föstudaginn 4. október munum við fagna útgáfu Galdraskræðu á (Galdra)Loft Hostel í Bankastræti. Gleðin hefst kl. 18 og verða léttar veitingar í boði auk þess sem bókin verður á útgáfutilboði. Allir eru velkomnir og vonumst við til að sjá ykkur sem flest og skála við ykkur!Í Galdraskræðu eftir Skugga, sem var skáldanafn Jochums M. Eggertssonar (1869–1966), er að finna á annað hundrað galdrastafi, auk 13 tegundir málrúna, kenningar þeirra og margskonar galdraletur. Skuggi kvaðst hafa safnað gögnum í mörg ár og eru aðalheimildir hans þrjár fornar skræður sem voru í eigu hans, auk fjölda annarra heimilda sem eru tilfærðar í ritinu. Galdraskræða...

  Lesa meira →
 • Galdraskræða er komin út!

  Viltu læra að vekja upp draug, ná ástum draumastúlkunnar eða hreinlega vernda þig gegn illum öflum? Þá er Galdraskræða Skugga, sem kom út í nýrri útgáfu Lesstofunnar í dag, kannski bók fyrir þig! Sjá nánar HÉR. Í Galdraskræðu eftir Skugga, sem var skáldanafn Jochums M. Eggertssonar (1869–1966), er að finna á annað hundrað galdrastafi, auk 13 tegundir málrúna, kenningar þeirra og margskonar galdraletur. Skuggi kvaðst hafa safnað gögnum í mörg ár og eru aðalheimildir hans þrjár fornar skræður sem voru í eigu hans, auk fjölda annarra heimilda sem eru tilfærðar í ritinu.  Galdraskræða kom fyrst út árið 1940 en hefur nú verið endurútgefin...

  Lesa meira →
 • Janúartilboð Lesstofunnar

  Eftirfarandi vörur eru á tilboði í janúar: Vögguvísa (hljóðbók) - kr. 1490 Angantýr (ePub) - kr. 590 Angantýr (Mobi) - kr. 590

  Lesa meira →
 • Gleðilegt nýtt ár!

  Lesstofan óskar viðskiptavinum sínum og öðrum vinum gleðilegs nýs árs. Við þökkum fyrir frábært bókaár 2012!

  Lesa meira →
 • Útgáfuhóf!

  Næstkomandi föstudag kl. 18 verður nýrri útgáfu Ferðarinnar til stjarnanna eftir Kristmann Guðmundsson fagnað. Útgáfuhófið fer fram í IÐU Zimsen, Vesturgötu 2a. Boðið verður upp á léttar veitingar, lifandi tónlist og upplestur. Bókin verður á sérstöku kynningarverði. Allir velkomnir!

  Lesa meira →
 • Ferðin til stjarnanna er komin út!

  Ferðin til stjarnanna eftir Kristmann Guðmundsson er komin út í nýrri útgáfu Lesstofunnar. HÉR er hægt að kaupa bókina og lesa brot úr henni. Bókin fer svo í almenna dreifingu á morgun. Kíkið á jólapakka Lesstofunnar!  

  Lesa meira →