• Jón lærði á tilboðsverði fyrir námskeiðsgesti Töfrandi hugmyndaheims 17. aldar

    Viðar Hreinsson og Sigurlín Bjarney Gísladóttir kenna saman spennandi námskeið í Endurmenntun í nóvember. Námskeiðið kallast Töfrandi hugmyndaheimur 17. aldar þar sem kynnt verður náttúrusýn, mannskilningur og heimsmynd aldarinnar í gegnum heillandi ritsmíðar litríkra einstaklinga. Jón lærði, Jón Daðason frá Arnarbæli og Brynjólfur biskup Sveinsson koma við sögu, en einnig yfirskyggðir dalir útilegumanna, álfheimar, galdrar, gandreiðir og töfrasteinar.

    Frekari upplýsingar og skráning á námskeiðið. 

    Bók Viðars, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar, kom út fyrir síðustu jól og hlaut meðal annars viðurkenningu Hagþenkis og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. 

    Jón lærði og náttúrur náttúrunnar verður á sérstöku tilboðsverði fyrir námskeiðsgesti, eða kr. 4000. Skráðir þátttakendur geta sent okkur tölvupóst á lesstofan@lesstofan.is og nýtt sér tilboðið.

  • Eldri frétt →