• Hvalamyndir Jóns lærða

    Hér má sjá Viðar grúfa sig yfir gamlar hvalateikningar. Hugsanlega eru sumar af hvalateikningum Jóns lærða þær elstu sem til eru í heiminum af viðkomandi hvalategundunum. Teikningar hans, sem eru gullfallegar, verða einmitt prentaðar í ævisögu hans sem kemur út fyrir jólin.

    Viðar Hreinsson og Lesstofan

    Við vinnum nú hörðum höndum að því að ganga frá lausum endum fyrir útgáfuna en bókin er sem stendur í umbroti. Við erum afar spennt og hlökkum til að segja ykkur meira um þetta stórvirki sem ævisagan er.

  • ← Nýrri frétt Eldri frétt →