• Útgáfuhóf Galdraskræðu

    Föstudaginn 4. október munum við fagna útgáfu Galdraskræðu á (Galdra)Loft Hostel í Bankastræti. Gleðin hefst kl. 18 og verða léttar veitingar í boði auk þess sem bókin verður á útgáfutilboði. Allir eru velkomnir og vonumst við til að sjá ykkur sem flest og skála við ykkur!

    Í Galdraskræðu eftir Skugga, sem var skáldanafn Jochums M. Eggertssonar (1869–1966), er að finna á annað hundrað galdrastafi, auk 13 tegundir málrúna, kenningar þeirra og margskonar galdraletur. Skuggi kvaðst hafa safnað gögnum í mörg ár og eru aðalheimildir hans þrjár fornar skræður sem voru í eigu hans, auk fjölda annarra heimilda sem eru tilfærðar í ritinu. 

    Galdraskræða kom fyrst út árið 1940 en hefur nú verið endurútgefin af Lesstofunni. Fyrsta útgáfa bókarinnar er öll handskrifuð en í nýrri útgáfu er búið að hreinteikna upp galdrastafi og galdratákn og var sú vinna í höndum Arnars Fells Gunnarssonar. Þórarinn Eldjárn ritar formála bókarinnar þar sem hann greinir frá ævi Skugga og stiklar á höfundaverki þessa sérstæða listamanns. Skuggi hefur verið með öllu gleymdur í íslenskri bókmennta- og listasögu; vert er að veita honum það rými sem honum aldrei hlotnaðist í lifanda lífi.

    Sjá nánar á HÉR.

  • ← Nýrri frétt Eldri frétt →