• Sorcerer's Screed í pakkann

    Grapevine birti í dag lista yfir sniðugar jólagjafir fyrir hönnuði og aðra sem vilja eiga og skoða fallega hönnun. Á listanum eru tíu vörur og er ein þeirra Sorcerer's Screed eftir Skugga en hönnun bókarinnar var í höndum Arnars Fells. Þetta ætti engum að koma á óvart enda um fallegan grip að ræða sem allir þeir sem hafa áhuga á göldrum og norrænni menningu ættu ekki að láta framhjá sér fara en ekki síður þeir sem finnst gott og gaman að skoða fallegar bækur.

    Ef þú ert að leita að gjöf handa hönnuðinum í fjölskyldunni geturðu lokað öllum Pinterest-borðunum því gjöfin er fundin!

    Hó hó hó.

  • ← Nýrri frétt Eldri frétt →