• Lestrarhátíð lokið


    Í síðustu viku var lestrarhátíð slitið með formlegum hætti. Bókmenntaborgin bauð þá þeim sem að hátíðinni komu - t.d. Lesstofunni, eBókum, Borgarbókasafninu, fagstjórum grunnskóla o.fl. - að skála með sér í Grófarsal Borgarbókasafnsins. Sjón, formaður bókmenntaborgarinnar, hélt stutta ræðu þar sem hann lýsti yfir ánægju sinni með hátíðina. Í lokin söng og spilaði Fríða Dís nokkur lög og fyrir síðasta lagið kallaði hún Svingpjattana (áður þekktir sem Lesstofukórinn) á svið við mikinn fögnuð gesta. Líklega voru þetta síðustu tónleikar Svingpjattanna, en þeir sem hafa áhuga á að fá þá til að syngja í einhvers konar samkomu geta haft samband við Lesstofuna.

  • ← Nýrri frétt Eldri frétt →