• Lesstofan fær stafræna sögu að gjöf    Í gær var málþingið Svingpjattar og vampírfés haldið á Landsbókasafni - Háskólabókasafni. Þar voru fluttir fyrirlestrar sem tengjast Vögguvísu eða höfundi hennar, Elíasi Mar, með einum eða öðrum hætti (sjá dagskrá í síðustu frétt). Síðasti „fyrirlesturinn“ vakti sérstaka athygli en þar frumflutti Sólveig Ólafsdóttir stafræna sögu um mat og svengd í Vögguvísu. Handritið er unnið upp úr texta sögunnar en í henni eru veigar af ýmsu tagi fyrirferðamiklar, og þá sérstaklega í fljótandi formi. Að frumflutningi loknum færði Sólveig, fyrir hönd ReykjavíkurAkademíunnar, Lesstofunni þessa einstöku sögu að gjöf. Gjörið svo vel!

  • ← Nýrri frétt Eldri frétt →