• Bókmenntaskjöldur afhjúpaður

    Í dag afhjúpaði Bókmenntaborgin Reykjavík bókmenntaskjöld tileinkuðum Elíasi Mar. Skjöldurinn stendur við Aðalstræti 6 þar sem eitt sinn var sódabarinn Adlon, oft nefndur Langibar, sem sögupersónur Vögguvísu sækja oft á þeim fjórum dögum sem sagan gerist. Einar Örn Benediktsson formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur afhjúpaði skjöldinn en eftir athöfnina leiddi Hjálmar Sveinsson hópinn sem viðstaddur var um sögusvið Vögguvísu í miðborginni.

    Á skildinum er, auk texta og myndar, rafrænn kóði sem veitir aðgang að ítarlegri upplýsingum um bókmenntaslóðirnar ásamt myndefni og hljóðefni. Til stendur að bókmenntamerkingar af þessu tagi verði níu talsins á árinu sem nú líður.



  • ← Nýrri frétt Eldri frétt →