• Chi-baba, Chi-baba í nýjum búningi

    

  Í Vögguvísu er lagið Chi-baba, Chi-baba (My Bamb­ino go to Sleep) fyrirferðamikið. Þetta er lag sem persónur sögunn­ar „blístra að morgni dags og dansa eftir á kvöldin" eins og segir á einum stað í sögunni. Lagið var vinsælt þegar Elías hóf að skrifa Vögguvísu árið 1947, þá í útgáfu Perry Como. Lesstofan hefur nú tekið lagið upp í nýrri útgáfu og með íslenskum texta eftir Jóhann Axel Andersen. Hafsteinn Már Sigurðsson sá um upptökur sem fóru fram í Stúdíó Ógæfu dagana 15. - 17. ágúst 2012. Mastering var í höndum Finns Hákonarsonar.

  Söngur: Fríða Dís Guðmundsdóttir
  Bassi: Smári Guðmundsson
  Gítar: Baldur Tryggvason
  Trommur: Þorvaldur Halldórsson
  Píanó: Stefán Örn Gunnlaugsson
  Básúna: Valdimar Guðmundsson
  Klarinett: Grímur Helgason
  Bakraddir: Hafsteinn Már Sigurðsson,Jóhann Axel Andersen, Svavar Steinarr Guðmundsson og Þorsteinn Surmeli

  Innan tíðar verður lagið fáanlegt til niðurhals án endurgjalds hér á síðunni sem og hjá Tónlist.is.


 • ← Nýrri frétt Eldri frétt →