• Lestrarhátíð í Reykjavík

    Í október verður haldin fyrsta Lestrarhátíðin í Bókmenntaborginni Reykjavík og verður Vögguvísa eftir Elías Mar í brennidepli, en yfirskrift hátíðarinnar er Orðið er frjálst. Fyrirmyndin að hátíðinni er fengin frá systurborgum Reykjavíkur, bókmenntaborgunum Dublin og Edinborg, þar sem tekið er fyrir bókmenntaverk nátengt sögu borgarinnar undir yfirskriftinni „One City, One Book“.

    Lestrarhátíðin fer þannig fram að borgarbúar á öllum aldri sameinast um að njóta þess að lesa eina tiltekna bók, ræða hana, uppgötva og vinna með út frá öllum mögulegum sjónarhornum. Í mánuðinum verða allir þeir þættir sem gera Reykjavík að bókmenntaborg virkjaðir: skólar, bókasöfn, bókaútgefendur, rithöfundar og lesendur.

    Við vekjum athygli á stórglæsilegri heimasíðu Lestrarhátíðinnar (smellið á appelsínugula kassann) en þar má finna skemmtilegt efni tengt bókinni ásamt dagskrá hátíðarinnar.

  • ← Nýrri frétt Eldri frétt →