• Jón lærði á tilboðsverði fyrir námskeiðsgesti Töfrandi hugmyndaheims 17. aldar

  Viðar Hreinsson og Sigurlín Bjarney Gísladóttir kenna saman spennandi námskeið í Endurmenntun í nóvember. Námskeiðið kallast Töfrandi hugmyndaheimur 17. aldar þar sem kynnt verður náttúrusýn, mannskilningur og heimsmynd aldarinnar í gegnum heillandi ritsmíðar litríkra einstaklinga. Jón lærði, Jón Daðason frá Arnarbæli og Brynjólfur biskup Sveinsson koma við sögu, en einnig yfirskyggðir dalir útilegumanna, álfheimar, galdrar, gandreiðir og töfrasteinar. Frekari upplýsingar og skráning á námskeiðið.  Bók Viðars, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar, kom út fyrir síðustu jól og hlaut meðal annars viðurkenningu Hagþenkis og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita og bóka almenns efnis.  Jón lærði og náttúrur náttúrunnar verður á...

  Lesa meira →
 • Viðar hlýtur viðurkenningu Hagþenkis

  Viðar Hreinsson hlaut í dag viðurkenningu Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir bók sína Jón lærði og náttúrur náttúrunnar. Viðar veitti viðurkenningunni móttöku við hátíðlega athöfn á Landsbókasafni Íslands fyrr í dag en hún felst í viðurkenningarskjali og fjárhæð sem nemur einni milljón króna. Í áliti viðurkenningarráðs kemur fram að bókin sé „alþýðleg og aðgengileg“, án þess að „slakað sé á fræðilegum kröfum.“ Þar segir einnig að Viðar dragi upp í bókinni „myndir af því umhverfi sem ól af sér fræðimanninn Jón lærða og tengir athuganir hans og skrif við evrópska vísindasögu.“ Ráðið segir að bókin sé þar að...

  Lesa meira →
 • 14:2. Um athugasemdir við bók um Jón lærða

  Í Morgunblaðinu 17. febrúar sl. birtist sérkennileg atlaga að bók minni, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar sem út kom á síðasta ári. Höfundurinn, Einar G. Pétursson (EGP), titlar sig rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ætla má að svo virðulegur titill kunni að vekja lotningu hjá grandalausum lesendum. Þeir gætu jafnvel haldið að rannsóknarprófessorinn talaði að einhverju leyti á vegum þeirrar góðu stofnunar sem vissulega er flaggskip íslenskra fræða. Af þessum sökum, en þó allra helst vegna þess að þarna er ekki um að ræða heildstæðan ritdóm, heldur árás á fræðimennsku mína, neyðist ég til að bregðast við. Lesa meira →
 • Takk fyrir árið!

  Kæru vinir, við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Við þökkum fyrir árið sem er að líða sem hefur verið, ykkur að segja, það besta frá stofnun Lesstofunnar. Og við getum fullyrt að 2017 verður ekki síðra. Við hlökkum til að deila með ykkur þeim verkefnum sem eru á prjónunum. Það sem stóð upp úr á árinu er vafalaust útgáfa á stórvirki Viðars Hreinssonar Jón lærði og náttúrur náttúrunnar. Til að mæta metnaði Viðars gerðum við allt hvað við gátum til að gera útgáfuna sem glæsilegasta. Við fengum til liðs við okkur fagfólk á hverju sviði, allt...

  Lesa meira →
 • Jón lærði og náttúrur náttúrunnar hlýtur tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

  Fyrr í dag var tilkynnt um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2016. Jón lærði og náttúrur náttúrunnar hlaut tilnefningu í flokknum bækur almenns eðlis. Erum við í Lesstofunni ákaflega stolt og ánægð með þessar fréttir og óskum höfundi okkar, Viðari Hreinssyni, innilega til hamingju með tilnefninguna. Hann á hana svo sannarlega skilið eftir áralanga rannsóknarvinnu. Egill Viðarsson, sonur Viðars, tekur við viðurkenningunni Bækurnar sem voru tilnefndar Við og Egill

  Lesa meira →
 • Baskavígin í bíó

  Lesstofan og Viðar ætla að skella sér á bíó í Bíó Paradís og sjá metnaðarfulla heimildamynd um örlagavaldinn í lífi Jóns lærða; Baskavígin. Íslensk gerð myndarinnar verður frumsýnd með pomp og prakt næsta fimmtudag, 17. nóvember en hún fer í almenna sýningu föstudaginn 18. nóvember kl. 18:00. Þriðjudaginn 22. nóvember tekur Viðar okkar þátt í pallborði með öðrum valinkunnum kumpánum 17. aldar til að ræða atburðina sem myndin og bók Viðars, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar, greina frá. Við hvetjum vini Jóns lærða og Lesstofunnar til að sjá þessa stórmerkilegu mynd á meðan hún er í sýningu hjá kúltúrkvikmyndahúsinu Bíó...

  Lesa meira →
 • Hvalamyndir Jóns lærða

  Hér má sjá Viðar grúfa sig yfir gamlar hvalateikningar. Hugsanlega eru sumar af hvalateikningum Jóns lærða þær elstu sem til eru í heiminum af viðkomandi hvalategundunum. Teikningar hans, sem eru gullfallegar, verða einmitt prentaðar í ævisögu hans sem kemur út fyrir jólin. Við vinnum nú hörðum höndum að því að ganga frá lausum endum fyrir útgáfuna en bókin er sem stendur í umbroti. Við erum afar spennt og hlökkum til að segja ykkur meira um þetta stórvirki sem ævisagan er.

  Lesa meira →
 • Viðar Hreinsson segir frá ævisögu sinni um Jón lærða

  Hér að neðan er hægt að hlusta á Viðar Hreinsson og Þorsteinn Surmeli spjalla um Jón lærða Guðmundsson í nýjustu Upptökunum. Það hefur verið sannkallað ævintýri að vinna að útgáfu bókarinnar hans Viðars, enda eru þeir Jón frábærir samstarfsfélagar.  

  Lesa meira →
 • Sorcerer's Screed í pakkann

  Grapevine birti í dag lista yfir sniðugar jólagjafir fyrir hönnuði og aðra sem vilja eiga og skoða fallega hönnun. Á listanum eru tíu vörur og er ein þeirra Sorcerer's Screed eftir Skugga en hönnun bókarinnar var í höndum Arnars Fells. Þetta ætti engum að koma á óvart enda um fallegan grip að ræða sem allir þeir sem hafa áhuga á göldrum og norrænni menningu ættu ekki að láta framhjá sér fara en ekki síður þeir sem finnst gott og gaman að skoða fallegar bækur. Ef þú ert að leita að gjöf handa hönnuðinum í fjölskyldunni geturðu lokað öllum Pinterest-borðunum því gjöfin er fundin! Hó hó hó.

  Lesa meira →
 • Sorcerer's Screed is out!

  Sorcerer's Screed: The Icelandic Book of Magic Spells is now out! This edition has cost a lot of time and effort and many people have made this publication possible. We at Lesstofan hope that the hard work will shine through and you will enjoy the most comprehensive collection of Nordic spells – and make use of the content! You can order the book here (in Icelandic - use Google Translate or any other translation service to check out).

  Lesa meira →