• Fréttir RSS

  • Rúnir á Hönnunarmars: útgáfufögnuður!

   Við bjóðum ykkur að fagna með okkur útgáfu bókarinnar Runes: The Icelandic Book of FUÞARK. Útgáfufögnuðurinn fer fram í Safnahúsinu í formi eiginlegrar sýningaropnunar í tengslum við Hönnunarmars. Efni bókarinnar verður gert skil með líflegri innsetningu í anddyri hússins sem stendur yfir alla hátíðina. Gestum og gangandi gefst þar færi á að taka þátt í sýningunni með því að fikra sig áfram í rúnaskrift og rúnalestri. Lesa meira →
  • Jón lærði á tilboðsverði fyrir námskeiðsgesti Töfrandi hugmyndaheims 17. aldar

   Viðar Hreinsson og Sigurlín Bjarney Gísladóttir kenna saman spennandi námskeið í Endurmenntun í nóvember. Námskeiðið kallast Töfrandi hugmyndaheimur 17. aldar þar sem kynnt verður náttúrusýn, mannskilningur og heimsmynd aldarinnar í gegnum heillandi ritsmíðar litríkra einstaklinga. Jón lærði, Jón Daðason frá Arnarbæli og Brynjólfur biskup Sveinsson koma við sögu, en einnig...

   Lesa meira →
  • Viðar hlýtur viðurkenningu Hagþenkis

   Viðar Hreinsson hlaut í dag viðurkenningu Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir bók sína Jón lærði og náttúrur náttúrunnar. Viðar veitti viðurkenningunni móttöku við hátíðlega athöfn á Landsbókasafni Íslands fyrr í dag en hún felst í viðurkenningarskjali og fjárhæð sem nemur einni milljón króna. Í áliti viðurkenningarráðs kemur fram...

   Lesa meira →
  • 14:2. Um athugasemdir við bók um Jón lærða

   Í Morgunblaðinu 17. febrúar sl. birtist sérkennileg atlaga að bók minni, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar sem út kom á síðasta ári. Höfundurinn, Einar G. Pétursson (EGP), titlar sig rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ætla má að svo virðulegur titill kunni að vekja lotningu hjá grandalausum lesendum. Þeir gætu jafnvel haldið að rannsóknarprófessorinn talaði að einhverju leyti á vegum þeirrar góðu stofnunar sem vissulega er flaggskip íslenskra fræða. Af þessum sökum, en þó allra helst vegna þess að þarna er ekki um að ræða heildstæðan ritdóm, heldur árás á fræðimennsku mína, neyðist ég til að bregðast við. Lesa meira →