• Fréttir RSS

  • Takk fyrir árið!

   Kæru vinir, við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Við þökkum fyrir árið sem er að líða sem hefur verið, ykkur að segja, það besta frá stofnun Lesstofunnar. Og við getum fullyrt að 2017 verður ekki síðra. Við hlökkum til að deila með ykkur þeim verkefnum sem...

   Lesa meira →
  • Jón lærði og náttúrur náttúrunnar hlýtur tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

   Fyrr í dag var tilkynnt um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2016. Jón lærði og náttúrur náttúrunnar hlaut tilnefningu í flokknum bækur almenns eðlis. Erum við í Lesstofunni ákaflega stolt og ánægð með þessar fréttir og óskum höfundi okkar, Viðari Hreinssyni, innilega til hamingju með tilnefninguna. Hann á hana svo sannarlega...

   Lesa meira →
  • Baskavígin í bíó

   Lesstofan og Viðar ætla að skella sér á bíó í Bíó Paradís og sjá metnaðarfulla heimildamynd um örlagavaldinn í lífi Jóns lærða; Baskavígin. Íslensk gerð myndarinnar verður frumsýnd með pomp og prakt næsta fimmtudag, 17. nóvember en hún fer í almenna sýningu föstudaginn 18. nóvember kl. 18:00. Þriðjudaginn 22. nóvember...

   Lesa meira →
  • Hvalamyndir Jóns lærða

   Hér má sjá Viðar grúfa sig yfir gamlar hvalateikningar. Hugsanlega eru sumar af hvalateikningum Jóns lærða þær elstu sem til eru í heiminum af viðkomandi hvalategundunum. Teikningar hans, sem eru gullfallegar, verða einmitt prentaðar í ævisögu hans sem kemur út fyrir jólin. Við vinnum nú hörðum höndum að því að ganga...

   Lesa meira →