• Fréttir RSS

  • 14:2. Um athugasemdir við bók um Jón lærða

   Í Morgunblaðinu 17. febrúar sl. birtist sérkennileg atlaga að bók minni, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar sem út kom á síðasta ári. Höfundurinn, Einar G. Pétursson (EGP), titlar sig rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ætla má að svo virðulegur titill kunni að vekja lotningu hjá grandalausum lesendum. Þeir gætu jafnvel haldið að rannsóknarprófessorinn talaði að einhverju leyti á vegum þeirrar góðu stofnunar sem vissulega er flaggskip íslenskra fræða. Af þessum sökum, en þó allra helst vegna þess að þarna er ekki um að ræða heildstæðan ritdóm, heldur árás á fræðimennsku mína, neyðist ég til að bregðast við. Lesa meira →
  • Takk fyrir árið!

   Kæru vinir, við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Við þökkum fyrir árið sem er að líða sem hefur verið, ykkur að segja, það besta frá stofnun Lesstofunnar. Og við getum fullyrt að 2017 verður ekki síðra. Við hlökkum til að deila með ykkur þeim verkefnum sem...

   Lesa meira →
  • Jón lærði og náttúrur náttúrunnar hlýtur tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

   Fyrr í dag var tilkynnt um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2016. Jón lærði og náttúrur náttúrunnar hlaut tilnefningu í flokknum bækur almenns eðlis. Erum við í Lesstofunni ákaflega stolt og ánægð með þessar fréttir og óskum höfundi okkar, Viðari Hreinssyni, innilega til hamingju með tilnefninguna. Hann á hana svo sannarlega...

   Lesa meira →
  • Baskavígin í bíó

   Lesstofan og Viðar ætla að skella sér á bíó í Bíó Paradís og sjá metnaðarfulla heimildamynd um örlagavaldinn í lífi Jóns lærða; Baskavígin. Íslensk gerð myndarinnar verður frumsýnd með pomp og prakt næsta fimmtudag, 17. nóvember en hún fer í almenna sýningu föstudaginn 18. nóvember kl. 18:00. Þriðjudaginn 22. nóvember...

   Lesa meira →